Facebook pixelUm okkur | Mintum

Um okkur

Rafmyntasjóður Íslands var stofnaður í október 2021. Meginmarkið félagsins lútir að útgáfu rafkrónu. Rafkrónan auðveldar íslendingum aðgang að sýndarfé á hraðari og ódýrara máta en áður. Notendur geta fengið útgefna rafkrónu á heimasíðu félagsins mintum.is og notað hana strax á rafmyntakauphöll til að nálgast annað sýndarfé. Rafkrónan er svonefnd fastgengismynt og er ávallt hægt að skipta á genginu 1:1 á vefsíðu mintum.is að frádreginni þóknun.

Félagið er skráður þjónustuveitandi sýndarfjár skv. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og fékk skráningu sem þjónustuveitandi sýndarfjár þann 1. júlí 2022.

Félagið hóf prófanir á kerfum mintum.is síðla sumars 2022 og var vefsvæðið opnað almenningi fyrir opnar prófanir í september 2022.

Stofnendur

Bjarni Freyr Björnsson er formaður stjórnar félagsins og einn af hluthöfum þess. Bjarni starfar sem forritari hjá Enum ehf. Bjarni hefur haft mikinn áhuga á rafmyntaheiminum síðan 2013 þegar hann stundaði námugröft á hinum ýmsu rafmyntum.

Börkur I. Jónsson er framkvæmdastjóri félagsins og einn af hluthöfum þess. Börkur er lögmaður og einn eiganda að Lögmönnum Kópavogi. Börkur hefur fylgst með heimi rafmynta til fjölda ára og var hugmyndasmiður að íslensku rafkrónunni.

Birkir Rafn Guðjónsson er tæknistjóri Rafmyntasjóðs Íslands og einn af hluthöfum félagsins. Birkir hefur frá árunum 2015 þróað ýmis verkefni tengd rafmyntum, allt frá Litecoin fork yfir í snjallsamninga á nýrri bálkakeðjum.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.