Kostir Mintum
Við leggjum allt uppúr því að vera með hraðvirka þjónustu, lægri þóknanir og aukið öryggi.



Mintum er í eigu Rafmyntasjóðs Íslands sem hefur hlotið skráningu sem þjónustuveitandi sýndarfjár og lýtur eftirliti Seðlabankans skv. lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Við leggjum allt uppúr því að vera með hraðvirka þjónustu, lægri þóknanir og aukið öryggi.
Rafkrónur (ISKT) er sýndarfé útgefið af Rafmyntasjóði Íslands. ISKT er fastgengismynt (e. stablecoin), bundin við ISK á genginu 1:1. Fyrir hverja rafkrónu (ISKT) í umferð er ein króna (ISK) í eignasafni Rafmyntasjóðs Íslands.
Löggiltir endurskoðendur ganga úr skugga um og votta að eignasafn Rafmyntasjóðs Íslands standi undir öllum rafkrónum í umferð.
Með ISKT geta íslenskir notendur fært krónur yfir í sýndarfé á svipstundu og með lágmarksþóknun.
ISKT er tengd við lausafjársjóði (e. liquidity pools) og Openbook kauphöllina. Einfalt swap viðmót á mintum.is sýnir þér hagstæðustu leiðina hverju sinni og framkvæmir skiptin með einum smelli.
Fjárfestar geta ávaxtað rafkrónurnar sínar með því að leggja þær inn í lausafjársjóði og fá þess í stað þóknanir sem notendur borga fyrir að skipta milli rafmynta.
Notendur rafkróna greiða mun lægri þóknanir en almennt gerist hjá rafmyntamiðlurum og kreditkortafyrirtækjum.
Notendur sem vilja meira úrval geta fært rafmyntir samstundis á reikninga sína hjá Coinbase, Binance, Kraken og öðrum kauphöllum.
Það tekur minna en 5 mínutur að breyta fyrstu krónunni í Bitcoin.
Nýskráning fer fram með rafrænum skilríkjum.
Þú leggur íslenskar krónur inn á þinn reikning hjá Mintum.
Með einum smelli breytir þú íslenskum krónum í rafkrónur.
Þú notar rafkrónur til að skipta yfir í aðrar rafmyntir beint á mintum.is.
Það tekur sekúndur að breyta krónu í rafkrónu.
Við eigum gott safn greina um kerfið okkar, Solana bálkakeðjuna, swappið og fleiri tengd málefni.
Þú notar mintum.is til að skipta krónum yfir í rafkrónur. Við höfum tekið saman stuttar greinar um notkun kerfisins.
Solana er dreifistýrð bálkakeðja. Meginmarkmið bálkakeðjunnar er að ná fram hraða og halda færslukostnaði í lágmarki.
Swappið okkar finnur fyrir þig besta verðið fyrirhafnarlaust. Þú geymir rafmyntirnar sjálfur í þínu veski.
Allar innskráningar fara í gegnum rafræn skilríki Auðkennis. Auk þess geta notendur valið fjórar mismunandi fjölþátta auðkenningar, allt frá textaskilaboðum til öryggislykla.
Rafmyntasjóður Íslands hefur hlotið skráningu sem þjónustuveitandi sýndarfjár og lútir eftirliti Seðlabanka Íslands skv. lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Félagið leggur allt kapp á gagnsæi og áreiðanleika en löggiltir endurskoðendur staðfesta að innistæða bankareikninga standi undir öllum rafkrónum á markað hverju sinni.
Það eina sem þarf til að stofna reikning er 3 mínútur og rafræn skilríki frá Auðkenni. Það kostar ekkert að stofna reikning.
Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.